Gunnar til Ipswich

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Gunnar Þorsteinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við hið fornfræga lið Ipswich Town Gunnar á að baki fimm leiki með U-17 ára landsliðinu, þar sem hann bar oftast fyrirliðabandið, og nokkra leiki með meistaraflokki karla. Í lok júní mun Gunnar halda til Englands þar sem hann mun skrifa undir samninga en hann hefur farið tvívegis út á reynslu og …

Fótboltafjör UMFG – Landsliðsmenn gefa Tækniskóla KSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Mánudaginn 30. maí mun knattspyrnudeild Grindavíkur vera með fótboltafjör á æfingasvæðinu í tilefni  útgáfu Tækniskóla KSÍ, eða fyrir leik Grindavíkur og Þórs.  Tækniskóli KSÍ er DVD diskur sem knattspyrnusamband Íslands hefur verið að vinna að síðasta árið. Landsliðsleikmenn og starfsmenn koma frá KSÍ og færa öllum iðkendum gjöfina. Iðkendur allra flokka eiga að mæta á æfingasvæðið kl 18:00 og taka …

Sigur í bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík er komið í 16 liða úrslit bikarsins eftir sigur á KA í gær. Vegna vallaraðstaðna var leikið inni í Boganum og virðist þessir innileikir henta okkur mönnum vel því Grindavík sigraði leikinn 2-1. Það var Michael Posposil sem skoraði bæði mörk okkar manna það fyrra eftir sendingu frá Matthíasi en það seinna frá Magnúsi, bæði mörkin keimlík. Hallgrímur Már …

Grindavík 1 – Þór 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík tók á móti Þór/KA í fyrsta heimaleik sumarsins hjá stelpunum. Grindavík byrjaði leikinn mjög vel og komst Anna Þórunn snemma í ágætt færi en náði ekki að nýta sér það.  Stuttu seinna átti hún sendingu inn á Shaneka sem skoraði fyrsta mark leiksins.   Gestirnir jöfnuðu leikinn á 23. mínútu með marki Rakelar Hönnudóttur úr vítaspyrnu.   Grindavík var …

Eitt stig úr Víkinni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Í kvöld mættust Víkingur og Grindavík í 5.umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn var harla lítil skemmtun og lítið um færi.  Bestu færi Grindavíkur áttu Ólafur Örn í fyrri hálfleik þegar bjargað var af línu eftir skalla hans.  Í seinni hálfleik var það Paul sem komst næst því að skora en skot hans fór framhjá. Jákvæða úr leiknum var að markið …

Fyrsti heimaleikur hjá stelpunum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík mætir Þór/KA á sunnudaginn í fyrsta heimaleik sumarsins.  Frítt er á leikinn í boði tannlæknastofu Guðmundar Stelpurnar stóðu í Íslandsmeisturunum og töpuðu með eins marks mun. Það munar mikið um stuðning áhorfenda og hvetjum við því alla bæjarbúa til að koma á völlinn og steyðja stelpurnar        

Skemmtun fyrir leikinn í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Fyrir leik Grindavíkur og Keflavík í kvöld verður Ölgerðin, styrktaraðili Pepsi deildarinnar, með boltaþrautir og lukkudýrið mætir á svæðið Skemmtunin byrjar klukkan 18:00 og verður einnig skiptimarkaður fyrir fótboltamyndir starfræktur.  

Grindavík 0 – Keflavík 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Rétt í þessu lauk leik Grindvíkur og Keflavíkur í fjórðu umferð Pepsi deild karla.  Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 2-0 Jóhann Helgason með aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Upp úr henni fær Grindavík hornspyrnu og Kristinn Jakobsson flautar leikinn af fljótlega eftir það. Pospisil kemur inn fyrir Scotty en áður var Óli Baldur búinn að koma inn í leikinn og …

Myndbönd kvöldsins

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Margar myndbandstökuvélar voru á lofti fyrir og eftir leikinn bæði af heimsókn Ölgerðarinnar og viðtölum við leikmenn Stórskemmtilegt myndband af umgjörðinni fyrir leikinn í kvöld Viðtal við Ray á fotbolti.netViðtal við Andra Stein á fotbolti.netViðtal við Willum á fotbolti.netViðtal við Ólaf á sport.isViðtal við Willum á mbl.is

Stóðu í Íslandsmeisturunum

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Val 1-0 í 1. umferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu. Grindavíkurliðið kom skemmtilega á óvart og hefði hæglega getið fengið stig úr leiknum en tvö dauðafæri fóru forgörðum og heppnisstimpill var yfir sigurmarki Vals í seinni hálfleik. Grindavíkurliðinu var spáð falli í úrvalsdeildinni en Val titlinum og átti því flestir von á auðveldum sigri heimastúlkna. En annað …