Stórleikur þegar KR kemur í heimsókn – Lykilmenn frá vegna meiðsla

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Það er sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar Grindavík fær topplið KR í heimsókn kl. 19:15. Grindavík verður án tveggja lykilmanna í kvöld og sá þriðji er tæpur.

Paul McShane og Alexander Magnússon eru frá vegna meiðsla og óvíst er með Robbie Winters en það skýrist rétt fyrir leik hvort hann verði með.

Þetta verður þúsundasti leikur KR á Íslandsmóti. Á vefleikskrá KR sem má lesa hér kemur m.a. fram að leikurinn verður 16. viðureign Grindavíkur og KR á Grindavíkurvelli. Fyrsti leikur félaganna á Grindavíkurvelli fór fram 18. ágúst 1995 og lauk með 1-0 sigri heimamanna. Milan Jankovic skoraði eina mark leiksins með skoti beint úr aukaspyrnu korteri fyrir leikslok. KR hefur sigrað í átta leikjum í Grindavík, heimamenn tvisvar en fimm sinnum hafa félögin gert jafntefli. Markatalan er 25-14 KR í hag.