Dráttur í 8 liða úrslitum bikarsins

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Í hádeginu í dag var dregið í 8 liða úrslitum Valitor bikarsins.

Bæði kvenna- og karlalið Grindavík voru í hattinum og fengu hvorugt liðið heimaleik.

Kvennaliðið mætir KR í vesturbænum þann 1. júlí og karlaliðið fer norður yfir heiðar þar sem þeir mæta Þór á Akureyri sunnudaginn 3.júlí.

Aðrir leikir eru hjá stelpunum:
Stjarnan – Valur
ÍBV – Afturelding
Fylkir – FH
KR – Grindavík  

og hjá strákunum:
BÍ/Bolungarvík eða Breiðablik – Þróttur
Þór – Grindavík
Fjölnir – ÍBV
KR eða FH – Keflavík