Myndir frá N1 mótinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

N1 mótið stendur sem hæst á Akureyri þessa dagana og myndir strax farnar að berast af strákunum.

Hjörtu Waltersson hefur verið iðinn við kolann og hér má sjá myndir af strákunum í 5.flokki.

 

Dagur 1 í ensku deildinni

Dagur 2 í ensku deildinni

Dagur 2 í dönsku deildinni

Ef foreldrar eiga til myndir sem þeir vilja koma á framfæri þá endilega sendið þær eða tengil á þær á netfangið frettir@umfg.is

Af strákunum er það annars að frétta að það er fín stemning í hópnum og strákarnir hafa greinilega fengið verkefni við hæfi, leikir eru jafnir og þeir berjast eins og ljón.

Ekki skemmir fyrir að veðrið er það besta sem hefur verið á Akureyri í sumar.
Það var sól og 10 stiga hiti í gær og það stefnir í enn betra veður í dag og um helgina.