Naumt tap í eyjum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík var nokkrum mínútum frá því að leggja spútnik lið Pepsi deild kvenna í ár, ÍBV, í Vestmannaeyjum í gær.

Markalaust var í fyrri hálfleik þar sem Emma Higgens átti nokkrar fínar markvörslur.  En í seinni hálfleik komu mörkin.  

Sarah Wilson kom okkar stúlkum yfir á 52. mínútu eftir misstök í vörn eyjastúlkna eftir horn.  Liðin áttu svo bæði nokkur færi en seinni hálfleikurinn einkenndist af baráttu þar sem bæði liðin gáfu ekkert eftir.  Mörk frá Berglindi Björg Þorvaldsdóttir, bæði af c.a. meters færi, á 85. og 90. mínútu færðu hinsvegar heimastúlkum sigurinn og Grindavík situr enn á botni deildarinnar.

Næsti leikur er gegn Stjörnunni í Garðabæ 5. júlí