Tveir í æfingarhóp U-17

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Daníel Leó Grétarsson og Hákon Ívar Ólafsson hafa verið valdir í 54 manna æfingarhóp U-17 landsliðsins í knattspyrnu.

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 54 leikmenn til æfinga um komandi helgi.  Eru þetta undirbúningsæfingar fyrir Norðurlandamót U17 karla sem haldið verður hér á landi og hefst 2. ágúst.

Ísland mun verða með tvö lið á þessu móti en aðrar þjóðir eru: England, Færeyjar, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð.  Mótið fer fram á Norðurlandi og verður leikið á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Húsavík og Sauðárkróki.