Fjöldi bikarleikja framundan

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Allt að 80 leikmenn frá Grindavík í 16 og 8 liða úrslitum bikarkeppna.

Eins og fram hefur komið hér á síðunni þá var dregið í Valitor bikarkeppni meistaraflokks karla og kvenna í gær.
Grindavík þarf að mæta á tvo erfiða útivelli, strákarnir norður að keppa við Þór og stelpurnar mæta KR í vesturbænum.

En það eru fleiri knattspyrnuiðkenndur sem eru komnir áfram í bikarnum.
Laugardaginn 25.júní mætir 2.flokkur karla HK/Ýmir í 16 liða úrslitum. Miðvikudaginn 29. júní spilar Grindavík aftur í Fagralundi(heimavelli HK)
þegar 3.flokkur mætir HK einnig í 16 liða úrslitum.
Þriðji flokkur kvenna sigraði Aftureldingu 4-1 í 16 liða úrslitum og tekur þátt í 8 liða úrslitum sem fram fara 16.júli.

Allt í allt eru þetta um 80 knattspyrnuiðkenndur úr Grindavík sem eru komnir þetta langt í bikarkeppni Valitor.

Reikna má með að um 80 leikmenn frá Grindavík undirbúi sig á næstu dögum