HK – Grindavík á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Meistaraflokur karla í knattspyrnu spilar sinn fyrsta leik á nýju ári á morgun. Þá hefst fotbolti.net mótið þar sem flest af bestu liðum landsins taka þátt. Fyrsti leikurinn er gegn HK í Kórnum á morgun klukkan 10:00 Mótið var sett upp þar á sama tíma og Reykjavíkurliðin keppast innbyrðis í Reykjavíkurmótinu en í Fótbolti.net mótinu taka þátt auk Grindavíkur: Breiðablik, …

Leikir á næstunni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Á næstu dögum og vikum tekur meistaraflokkur kvenna þátt í Faxaflóamótinu og meistaraflokkur karla í Fótbolti.net mótinu. Stelpurnar leika við Aftureldingu í Reykjaneshöllinni á morgun klukkan 18:00 og gegn ÍBV 22 janúar, einnig í Reykjaneshöllini. Karlaliðið tekur hinsvegar þátt í Fótbolti.net sem er mót margra af bestu liða landsins og fer fram á sama tíma og Reykjavíkurliðin keppast innbyrðis á …

Unglingadómaranámskeið 2011

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Unglingadómaranámskeið á vegum KSÍ verður haldið  í Gulahúsinu Grindavík fimmtudaginn 13 jan kl. 17:30   Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna.   Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Sá sem lýkur þessu námskeiði öðlast réttindi til þess að dæma í 4. flokki og neðar og getur einnig verið aðstoðardómari í …

Hópið opið

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

  Fjölnota íþróttahúsið Hópið verður opið á morgun þriðjudag frá kl. 13-16 fyrir börn og foreldra sem vilja koma og leika sér saman í fótbolta.       Þetta er tilvalin samverustund á milli jóla og nýárs fyrir þá sem hafa tíma til þess að fara með krökkunum. Þeir sem vilja fá sér góða göngu geta einnig komist í Hópið …

Stjórn KSÍ fundaði í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Stjórn KSÍ hélt stjórnarfund í Gula húsinu í Grindavík í gær.   Stjórnin fer reglulega með fundina út á landsbyggðina og skellti sér til Grindavíkur að þessu sinni. Að loknum fundinum fór stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur með stjórn KSÍ í skoðunarferð um knattspyrnuhúsið Hópið og síðan bauð Stakkavík í skoðunarferð og í súpuveislu.  Að endingu var komið við á kaffihúsinu Bryggjunni …

Vísir sigraði í firmakeppninni

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Vísir hf. bar sigur úr bítum í firmakeppni knattspyrnudeildar Grindavíkur og Lýsis í gærkvöldi í karlaflokki, annað árið í röð.   Vísir hf. hafði talsverða yfirburði á mótinu en liðið vann Njallana frá Sandgerði í úrslitaleik 6-2. Goran Lukic skoraði 4 mörk í leiknum og var valinn maður mótsins. Jaxlarnir, lið Guðmundar Pálssonar tannlæknis varð í 3. sæti eftir sigur …

Grindavík er einstök

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Góður forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík sagði á sínum tíma: „Grindavík er einstök! Hér er öflugt íþrótta- og atvinnulíf, hvorugt má af hinu sjá. Það skilja menn hér bæ.“ Viðburðarríku knattspyrnurári er að ljúka. Grindavík verður áfram á meðal þeirra bestu í Pepsideildum karla og kvenna og yngri flokkarnir stóðu sig með sóma. Starfið var með nokkuð hefðbundnu sniði en engu …

Skrifað undir samninga við Vísi, Þorbjörn og TM

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í hádeginu undir samstarfssamninga við þrjá af sínum öflugustu bakhjörlum undanfarin ár, útgerðarfélögin Vísi og Þorbjörn í Grindavík og svo TM. Allir samningarnir eru til tveggja ára en þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa stutt vel við bakið á fótboltanum í Grindavík í gegnum tíðina. Sigurður Viðarsson forstjóri TM mætti til Grindavíkur til þess að …