Jafn gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og KR skiptu með sér stigunum í leik liðanna í stjöttu umferð Pepsi deild kvenna.

Grindavík var án stiga fyrir leikinn í gær en unnu síðasta leik sinn gegn Fjölni í bikarnum þannig að þær voru vonandi komnar á réttu slóð.

Frábært veður var í Grindavík og liðin spiluðu ágætlega, opin og skemmtilegur leikur.

Gestirnir voru betri á upphafsmínútunum og komust yfir á 17. mínútu með marki úr langskoti frá Margréti Þórólfsdóttir.  Shaneka Gordon jafnaði leikinn á 31. mínútu eftir sendingu frá Söru Wilson.

Á 43. mínútu var umdeilt atvik sem hefði e.t.v. getað ráðið úrslitum.  Eftir hornspyrnu var boltinn laus rétt við marklínuna þar sem líklega Shaneka náði að pota boltanum inn fyrir línuna.  Snorri Páll Einarsson, dómari leiksins, sá hinsvegar eitthvað athugavert við þetta og dæmdi aukaspyrnu á Grindavík.

Grindavík átti svo hættulegri færi í seinni hálfleik og voru óheppnar að ná ekki í öll 3 stigin. KR hefði að vísu einnig getað tryggt sér öll stigin á lokamínútunni en að lokum enduðu bæði lið með 1 stig sem er nokkuð sanngjarnt.

Liðin mætast aftur 1.júlí í bikarnum en næsti leikur hjá Grindavík er næstkomandi þriðjudag þegar stelpurnar fara út í eyjar og mæta ÍBV klukkan 18:00