Í gær fór fram leikur Grindavíkur og í 11. umferð Pepsi deild karla. Grindavík hefur spyrnt við botninn og er að fjarlægast baráttuna um fallsætið með glæsilegum sigri á ÍBV, 2-0. Liðið í gær var að spila góðan fótbolta, fín barátta og var betri aðilinn á vellinum á meðan bæði lið voru með 11 menn inn á. Albert Sævarsson …
Gunnar í U-19
Gunnar Þorsteinsson hefur verið valinn í U-19 sem mætir Wales, Svíþjóð og Noregi á næstu dögum Það er Kristinn R. Jónsson sem er landsliðsþjálfari U19 karla og valdi hann eftirfarandi hóp stráka fædda 1994 og síðar. Leikið verður gegn Wales 19.júlí, við Svíðþjóð 21.júlí og Noreg 23. júlí. Markmenn:1 Magnús Gunnarsson Haukar2 Bergsteinn Magnússon Keflavík Aðrir leikmenn:3 Arnar Aðalgeirsson AGF4 …
Grindavík – IBV á morgun
Á morgum, sunnudag, klukkan 17:00 mætast Grindavík og ÍBV í elleftu umferð Pepsi deildar karla Er þetta jafnframt síðasti leikur í fyrri hálfleik Íslandsmótsins. Síðasti leikur þessara liða fór fram á Hásteinsvelli í fyrra sem endaði með 1-0 sigri okkar manna þar sem Hafþór Ægir skoraði sigurmarkið í miklum rokleik. ÍBV sigraði einnig útileikinn sem spilaður var í byrjun júní 2-1. …
Ingibjörg Yrsa í U17
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið kvenna sem tekur þátt í úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss. Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. – 30. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar …
Vel mætt í grillveisluna hjá leikmönnum Grindavíkurliðsins
Leikmenn knattspyrnuliðs Grindavíkur buðu stuðningsmönnum sínum í grillveislu við Gula húsið í gærkvöldi og buðust jafnframt til að endurgreiða þeim aðgangseyrinn í sárabætur fyrir skelfilega frammistöðu gegn FH í vikunni. Stuðningsmenn Grindavíkur voru ánægður með framtakið hjá leikmönnunum en hátt í 50 þeirra mættu í grillið þrátt fyrir að margir Grindvíkingar séu í útilegu þessa helgina. Enginn þeirra vildi fá …
FH – Grindavík í kvöld
Grindavík mætir bikarmeisturunum frá Hafnarfirði í kvöld klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli Bæði lið eru óánægð með upphaf mótsins og gefa allt í sölurnar til að ná í dýrmæt stig í kvöld. Leikir þessara liða hafa verið hin fínasta skemmtun og Grindavík oft náð góðum úrslitum gegn þessu besta liði landsins síðustu ára. Í fyrra sigruðu liðin sinn heimaleikinn hvor, í …
Tap á teppinu
Stelpurnar fóru í Garðabæinn í gær þar sem þær mættu Stjörnunni í Pepsi deild kvenna Stjarnan var fyrir leikinn í toppbaráttunni en Grindavík á hinum endanum. Enn aftur í sumar virðist Grindavík hafa átt ágætan leik en uppskar ekki nóg og er því enn með eitt stig á botninum eftir 3-1 sigur Stjörnunnar. Að vísu er ekki langt í næstu …
N1 meistarar
Grindavík átti sigurvegara á N1 mótinu um helgina. 5. flokkur karla í knattspyrnu gerði góða ferð á árlegt knattspyrnumót sem haldið er á Akureyri um helgina. Flokkurinn varð N1-meistari í Brasilískudeildinni. Tapaði liðið ekki leik í mótinu. Sigurjón Rúnarsson var valin besti markmaður mótsins og Hilmar MacShane valinn besti sóknarmaðurinn. 24 leikmenn tóku þátt í mótinu fyrir hönd UMFG og …
Knattspyrnuskóli Grindavíkur og Lýsis
Annað námskeiðið í knattspyrnuskóla Grindavíkur og Lýsis er hafið. Er þetta annað námskeið af þremur og stendur yfir til 25. júlí Á námskeiðinu verður iðkendum skippt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Eldri fyrir hádegi (5. bekkur – 8. bekkur) kl 10:00Yngri eftir hádegi(1. bekkur – 4. bekkur) kl 13:00 Verð er 5.000 …
Gunnar búinn að skrifa undir við Ipswich
Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson hélt til Ipswich í Englandi í vikunni þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning við þetta fornfræga enska félag, í framhaldi af því að Grindavík og Ipswich gengu einnig frá samkomulagi. Gunnar sem er 17 ára miðjumaður, hóf svo æfingar með unglingaliði Ipswich á miðvikudaginn þegar undirbúningstímabilið hófst hjá félaginu og eru því spennandi tímar framundan …