Grindavík 2 – ÍBV 0

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í gær fór fram leikur Grindavíkur og í 11. umferð Pepsi deild karla.

Grindavík hefur spyrnt við botninn og er að fjarlægast baráttuna um fallsætið með glæsilegum sigri á ÍBV, 2-0.  

Liðið í gær var að spila góðan fótbolta, fín barátta og var betri aðilinn á vellinum á meðan bæði lið voru með 11 menn inn á.  Albert Sævarsson brýtur á Magnús í upplögðu marktækifæri á 31 mínútu, fær því reisupassann frá Gunnari Jarl og Jamie McCunnie skorar úr vítinu.

Eftir það datt Grindavíkurliðið nokkuð aftar og lokaði öllum leiðum að markinu. En í þau skipti sem gestunum tókst að brjóta sig  í gegn varði Óskar vel.  Það var svo undir lokin þegar Scott Ramsay kom inn á að okkar menn fóru að nýta sér liðsmuninn.  Scotty gulltryggði svo sigurinn með glæsilegum skoti rétt fyrir leikslok.

Stutt er í næstu lið fyrir ofan og seinni helmingur mótsins verður skemmtilegri, sérstaklega með svona leik eins og í gær.  Stemmingin í stúkunni var líka frábær og núna þarf að halda því áfram.  Næsti leikur er gegn Fylki sem gerðu 2-2 jafntefli við FH í gær.

Sjónvarpsviðtal við Óskar
Sjónvarpsviðtal við Ólaf Örn
Sjónvarpsviðtal við Tryggva
Sjónvarpsviðtal við Heimir Hallgrímsson
Sjónvarpsviðtal við Jóhann

Umfjöllun á mbl.is
Umfjöllun á visir.is
Umfjöllun á fótbolti.net 

Skýrsla KSÍ

Gunnar Jarl flautar leikinn af og Grindavík tekur öll 3 stigin gegn einu af toppliðum Pepsi deildarinnar með frábærum leik. Grindavík komið með 11 stig og nálgumst Fylki sem er einmitt næsti mótherji okkar 24 júlí.

-90 mín Guðmundur Andri inn yfir Robert Winters.

-88 mín KÓNGURINN BÚINN AÐ TRYGGJA ÞETTA. Scotty fær boltann en varnarmenn ÍBV hafa ekki lesið sögubækurnar nægilega vel og senda bara einn á hann inn í teig. Scotty nýtir sér það, leikur á einn og sendir boltann í fallegum boga yfir Abel Dhaira í markinu og kemur Grindavík í 2-0

-80 mín Einum færri í 50 mínútur er farið að sjást á leik gestanna. Það og ný vídd í sóknarleik okkar mann með innkomu Scott McKenna Ramsay hefur valdið því að Grindavík er meira með boltan og ansi líklegir til að bæta við fara með sigur af hólmi. En það eru 10+ mínútur eftir og allt getur gerst ennþá. 

-75 mín Og núna var hinn leikmaðurinn sem kom inn, Yacine Si Salem nærri því búinn að skora en skot hans fór rétt fram hjá.  Scotty hefur komið inn með miklum krafti en það var hann sem átti sendinguna og fara allar sóknir í gegnum vinstri löppina á honum núna.

-71 mín Tvöföld skipting hjá Grindavík. Magnús og Paul(sem var orðinn nokkuð þreyttur eftir góðan leik) út og Scotty og Yacine inn.  Báðir þessir leikmenn geta skapað mikla hættu og Scotty gerði það strax mínútu eftir að hafa farið inn. Scotty skaut boltanum inn í teig en Abel í markinu misreiknaði sig og boltinn fór yfir hann en rétt fram hjá.

-67 mín Jamie McCunnie, markaskorarinn, bjargar á línu eftir skot frá Tonny Mawejje, Tonny þessi er búinn að vera allt í öllu hjá ÍBV síðustu mínútur og treysta þeir nokkuð á að hann prjóni eða skjóti sér í gegnum vörnina.

-66 mín Óli Baldur með fína sendingu yfir völlinn á Magnús sem nær ekki nógu góðu skoti og boltinn fer yfir.

-64 mín Ekki er að sjá að ÍBV sé manni færri, þeir eru meira með boltann og líklegri til að jafna en við að bæta við.  Að vísu er þessi aftarlega vörn gríðarlega öflug og gefa engin alvöru færi á sér.

Sólaráburður og sólgleraugu væru metsöluvara í sjoppunni ef það væri til sölu, frábært veður hérna.

Mér sýnist að stór hluti af slæmu gengi Grindavíkur síðasta mánuðinn hafi verið fjarvera Paul McShane.  Hann er besti maður liðsins og virðast allar sóknir byrja á honum og sömuleiðis margar sóknir eyjamanna stoppa á honum.

-55 mín Óskar með enn eina glæsilegu markvörsluna, í þetta sinn frá Tonny.

-50 mín Tryggvi leikur á Ólaf áður en hann sendir boltann inn í teig, Bogi Rafn bjargar vel áður en Tonny kemst í boltann. Áhorfendur úr eyjum heimta víti, hlægilegt.

Flautað til leikhlés og staðan er vænleg fyrir okkar menn. 1-0 og manni fleiri.

-31 mín Hlutir að gerast í Grindavík. Magnús fær boltann inn í markteig og Albert brýtur á honum. Þar sem Albert rændi Magnúsi upplögðu marktækifæri þá dæmdi Gunnar Jarl réttilega víti og rautt.  Jamie McCunnie skorar örugglega og kemur Grindavík í 1-0

-27 sending Matthíasar frá hægrin kantinum endar á kollinum á Winters, boltinn berst til Óla Baldurs sem sendir hann aftur á Robert en skot hans fer yfir.

-22 mín Óskar með frábæra markvörslu.  Tryggvi með góða sendingu inn í vörnina þar sem Matt Garner var einn með boltann inn í markteig og átti ágætt skot sem Óskar varði í horn. Tveir mjög góðir, grindvískir, markmenn milli stanganna báðum meginn.

Veðrið og gæðin í leiknum fara vel í stuðningsmenn beggja liða, það besta sem sést hefur í sumar.

10 mín – Þetta ætlar að verða hinn fínasti leikur.  Langt síðan ég hef séð Grindavík svona beitta og það gegn einu að betri liðum landsins. Enda með fullmannað lið á Grindavík að standast hvaða liði sem er snúninginn, þurfa bara að trúa því.

Rétt er að minn á aðrar beinar lýsingar héðan úr blaðamannastúkunni.
Björn Steinar lýsir á fotbolti.net
Stefán sæti á mbl.is
Visir.is

 2 min Frábær sókn hjá okkar mönnum.  Magnús sendir boltann yfir á vinstri kantinn þar sem Robert Winters fær boltann, leikur á einn og góða sendingu inn í markteig þar sem Óli Baldur átti fínan skalla sem Albert Sævars ver meistarlega.

Matthías stillir sér upp í hægri bakverðinum í byrjun.  Ólafur og Jamie McCunnie eru hafsentar og Bogi Rafn hægra meginn.  Orri og Jói á miðjunni.  Robert fremstur og Óli Baldur(vinstra meginn),  Magnús Björgvinsson(hægra meginn) og Paul McShane(á miðjunni) fyrir aftan Robert.

Leikmenn labba inn á völlinn undir fánum Pepsi og Borgun.  Nokkuð vel mætt í stúkuna og gestirnir hafa verið duglegir að mæta.

5 mín í leik – Leikmenn farnir inn í klefa að heyra síðustu peppræðu þjálfara sinna.  Áhorfendur halda áfram að streyma að og massívur Grindvískur fáni kominn á loft.  Strákar í öðrum og þriðja flokki mættir í keppnistreyjum upp í stúku og vonandi erum við að sjá endurbættan Stinningskalda en það eru einmitt strákar á þessum aldri sem oft eru kjarninn í stuðningsmannaklúbbum liða í efstu deild.  Allavega skemmtilegra að sjá og heyra þá hérna í miðri stúkunni í stað þess að sitja upp rjáfri með bagga í vör.

30 mín í leik – Allt Grindavíkurliðið er mætt á völlinn í einstaklingsæfingar en aðeins þrír úr eyjum mættir á grasið í teygjur.  Albert skokkar á milli þess að hann ræðir við sveitunga sína hér í Grindavík.  Fyrstu áhorfendurnir farnir að streyma í stúkuna og eru þeir allir hvítklæddir og komnir lengra að en heimamenn sem undirbúa sig undir fyrir leikinn í gula húsi eða Salthúsinu.  

45 mín í leik – Leikmenn eru smá saman farnir að týnast á völlin til að hita upp. Fyrstir eru skotanir Paul McSchane og Jamie Patrick McCunnie, spekingarnir Helgi Bogason og Milan Stefán Jankovic ræða hinsvegar málin á miðjum vellinum á meðan aðalþjálfarinn reimar á sig skónna.  Fyrsti blaðamaðurinn er kominn í hús og er það enginn annar er Stefán frá Mogganum.

Frábært veður er í Grindavík, frábær lið, vonandi frábærir áhorfendur og allt stefnir því í frábæra skemmtun. 

Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi leiksins fyrir bæði lið.  Grindavík þarf öll stigin til að koma sér af hættusvæðinu og ef ÍBV sigrar þá gætu þeir komið sér í mjög góða stöðu í toppbaráttunni með leik til góða að auki.

Byrjunarliðin eru komin:

Grindavík:
1 Óskar Pétursson (M)
2 Jamie Patrick McCunnie
4 Ian Paul McShane
5 Bogi Rafn Einarsson 
7 Jóhann Helgason 
9 Matthías Örn Friðriksson
11 Orri Freyr Hjaltalín (F) 
16 Ólafur Örn Bjarnason  
17 Magnús Björgvinsson  
19 Óli Baldur Bjarnason  
22 Robert Winters

Á bekknum:
Ray Anthony Jónsson
Michal Pospisil
Páll Guðmundsson
Scott Mckenna Ramsay
Jack Richard Edward Giddens (M)
Guðmundur Andri Bjarnason
Yacine Si Salem  

Fínt byrjunarlið og flestir leikmenn af bekknum geta komið og breytt gangi mála ef þess þarf,

ÍBV:

3 Matt Nicholas Paul Garner
4 Finnur Ólafsson
5 Þórarinn Ingi Valdimarsson
6 Andri Ólafsson (F)
7 Albert Sævarsson (M)
9 Tryggvi Guðmundsson
15 Tonny Mawejje
18 Kelvin Mellor
23 Eiður Aron Sigurbjörnsson
28 Rasmus Steenberg Christiansen
30 Ian David Jeffs  

Dómari leiksins er Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoðar Oddbergur Eiríksson og Birgir Sigurðarson.  Eftirlitsmaður Ingi Jónsson.