FH – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík mætir bikarmeisturunum frá Hafnarfirði í kvöld klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli

Bæði lið eru óánægð með upphaf mótsins og gefa allt í sölurnar til að ná í dýrmæt stig í kvöld.  Leikir þessara liða hafa verið hin fínasta skemmtun og Grindavík oft náð góðum úrslitum gegn þessu besta liði landsins síðustu ára.  Í fyrra sigruðu liðin sinn heimaleikinn hvor, í Grindavík fór hann 3-1 en FH vann 2-1 heima.  

Tvö árin þar á undan fór Grindavík heim með öll þrjú stigin af Kaplakrika, 2009 með mörkum frá Scotty, Ondo og Jóa Helga.  Árið 2008 var það Andri Steinn Birgisson sem tryggði Grindavík sigur með marki á 66. mínútu.