N1 meistarar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík átti sigurvegara á N1 mótinu um helgina.

5. flokkur karla í knattspyrnu gerði góða ferð á árlegt knattspyrnumót sem haldið er á Akureyri um helgina. Flokkurinn varð N1-meistari í Brasilískudeildinni. Tapaði liðið ekki leik í mótinu. Sigurjón Rúnarsson var valin besti markmaður mótsins og Hilmar MacShane valinn besti sóknarmaðurinn.

24 leikmenn tóku þátt í mótinu fyrir hönd UMFG og stóðu þeir sig allir með sóma. Þetta mót er eitt af stærstu knattspyrnumótum sumarsins þar sem um 1500 drengir 11 – 12 ára eru saman komnir í keppni og leik. Hægt er að skoða úrslit mótsins á heimasíðu KA.

Fleiri myndir frá mótinu hafa borist:

Enska deildin dagur 3

Enska deildin dagur 4

Og enn fleiri myndir