Ingibjörg Yrsa í U17

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið kvenna sem tekur þátt í úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss.  Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. – 30. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar eru núverandi handhafar þessa titils.  Í hinum undanúrslitaleiknum leika Þjóðverjar og Frakkar.

SIgurvegarar undanúrslitaleikjanna leika svo til úrslita, laugardaginn 30. júlí, en tapliðin etja kappi í leik um 3. sætið sama dag.  Úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport.  Allir leikir keppninnar fara fram á Colovray í Nyon sem er skammt frá höfuðstöðvum UEFA.

Þorlákur velur 18 leikmenn tl fararinnar og þar af eru tveir nýliðar.

Hópurinn