Grindavík mætir Tindastóli í kvöld í Röstinni í Grindavík kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík trónir á toppi deildarinnar. Hitt Grindavíkurliðið, ÍG (sjá mynd) sem tryggði sér sæti í 1. deild síðasta vor, tekur á móti Ármanni í Röstinni á laugardaginn kl. 16:30. ÍG hefur unnið einn leik og tapað einum. Mynd: Hreinn Sverrisson.
Breiddin er mikil
Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik. …
Frábært afrek
Þrír Íslendingar tóku þátt í 100 mílna (160 km) utanvegahlaupinu Ultima Frontera 160 sem fram fór á Spáni um helgina. Þetta voru Grindvíkingarnir Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og svo þjálfari þeirra Daníel Smári Guðmundsson. Christine lauk keppni á 23 klst. og 28 mínútum og varð í 3. sæti í kvennaflokki sem er aldeilis glæsilegur árangur. Anna Sigríður þurfti …
Grindavík áfram í bikarnum
Grindavík komst örugglega áfram í bikarnum í körfubolta karla í gærkvöldi. Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á KFÍ á Ísafirði, 75-100. Grindvíkingar náðu mest 34 stiga forskoti í leiknum. Stigahæstur í liði Grindvíkinga var Giordan Watson með 18 stig og 6 stoðsendingar. Næstir á blað voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig hvor.
Grindavík á toppnum
Grindvíkingar hafa enn fullt hús stiga á toppi Iceland Express-deildar karla eftir heimsókn ÍR-inga í Röstina, en þar höfðu heimamenn fjórtán stiga sigur, 87-73. Grindavík var í bílstjórasætinu nánast allan leikinn, en gekk á löngum köflum bölvanlega að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. Grindavík vann fyrstu þrjá leikhlutana, engan þeirra þó með miklum mun, hafði forystu í hálfleik 41-32 og …
Nefbrot í Röstinni
James Bartolotta, leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík eftir hörku samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöld. Bartolotta fékk það slæmt högg að hann vankaðist og nefbrotnaði illa. Bartolotta fiskaði ruðning á Bullock en sá síðarnefndi virtist fara með olnbogann beint í nefið á ÍR-ingnum og hann lág …
Auðvelt gegn Fjölni
Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í gærkvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Grindvíkingar hófu leikinn vel og náðu strax forskotinu sem þeir áttu eftir að halda út leikinn, Fjölnismenn voru þó …
ÍG hefur leik
Körfuknattleikslið ÍG hefur leik í 1.deildinni á kvöld, föstudag, þegar strákarnir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15. Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu. FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur. Önnur …
Körfuboltavertíðin af stað – Nágrannaslagur í 1. umferð
Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst í dag þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í árlegri spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn var Grindavík spáð 2. sæti í deildinni og í Morgunblaðinu í dag er liðinu spáð því þriðja. Stefnan hjá Grindavík er hins vegar klárlega sett á 1. sætið. Nýr bandarískur …
Grindavík spáð 2. sæti
Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst á fimmtudaginn þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í dag fór fram hin árlega spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn og þar er Grindavík spáð 2. sæti í deildinni en KR Íslandsmeistaratitlinum. Spáin er þannig: Karlar: 1 KR 3952 Grindavík 3743 Stjarnan 3734 Snæfell 3285 Keflavík …