Frábært afrek

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þrír Íslendingar tóku þátt í 100 mílna (160 km) utanvegahlaupinu Ultima Frontera 160 sem fram fór á Spáni um helgina. Þetta voru Grindvíkingarnir Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og svo þjálfari þeirra Daníel Smári Guðmundsson.  Christine lauk keppni á 23 klst. og 28 mínútum og varð í 3. sæti í kvennaflokki sem er aldeilis glæsilegur árangur. Anna Sigríður þurfti …

Grindavík áfram í bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík komst örugglega áfram í bikarnum í körfubolta karla í gærkvöldi. Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á KFÍ á Ísafirði, 75-100. Grindvíkingar náðu mest 34 stiga forskoti í leiknum.   Stigahæstur í liði Grindvíkinga var Giordan Watson með 18 stig og 6 stoðsendingar. Næstir á blað voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig hvor.  

Grindavík á toppnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar hafa enn fullt hús stiga á toppi Iceland Express-deildar karla eftir heimsókn ÍR-inga í Röstina, en þar höfðu heimamenn fjórtán stiga sigur, 87-73. Grindavík var í bílstjórasætinu nánast allan leikinn, en gekk á löngum köflum bölvanlega að hrista baráttuglaða ÍR-inga af sér. Grindavík vann fyrstu þrjá leikhlutana, engan þeirra þó með miklum mun, hafði forystu í hálfleik 41-32 og …

Nefbrot í Röstinni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

James Bartolotta, leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík eftir hörku samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöld. Bartolotta fékk það slæmt högg að hann vankaðist og nefbrotnaði illa. Bartolotta fiskaði ruðning á Bullock en sá síðarnefndi virtist fara með olnbogann beint í nefið á ÍR-ingnum og hann lág …

Auðvelt gegn Fjölni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í gærkvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar.   Grindvíkingar hófu leikinn vel og náðu strax forskotinu sem þeir áttu eftir að halda út leikinn, Fjölnismenn voru þó …

ÍG hefur leik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Körfuknattleikslið ÍG hefur leik í 1.deildinni á kvöld, föstudag, þegar strákarnir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15. Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu. FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur. Önnur …

Körfuboltavertíðin af stað – Nágrannaslagur í 1. umferð

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst í dag þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í árlegri spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn var Grindavík spáð 2. sæti í deildinni og í Morgunblaðinu í dag er liðinu spáð því þriðja. Stefnan hjá Grindavík er hins vegar klárlega sett á 1. sætið.   Nýr bandarískur …

Grindavík spáð 2. sæti

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst á fimmtudaginn þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í dag fór fram hin árlega spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn og þar er Grindavík spáð 2. sæti í deildinni en KR Íslandsmeistaratitlinum. Spáin er þannig: Karlar:   1 KR 3952 Grindavík 3743 Stjarnan 3734 Snæfell 3285 Keflavík …

Grindavík meistari meistaranna

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík hafði í gærkvöld betur gegn KR 87-85 í hinni árlegu Meistarakeppni KKÍ og færa verður þennan leik til bókar sem frábæra skemmtun sem lofar góðu fyrir komandi tímabil. Leikurinn var hnífjafn og spennandi og það var Páll Axel Vilbergsson sem tryggði grindvískan sigur með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út. Grindavíkurliðið lítur vel út …