Vinnusigur gegn Val

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sigraði Val 83-73 í Vodafone-höllinni í gær, en heimamenn höfðu yfirhöndina stóra hluta leiksins. Reynslan kom til bjargar í fjórða leikhlutanum og því stóðu gestirnir uppi sem sigurvegarar. „Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld,” sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í gær. „Við vorum að elta nánast allan leikinn og þetta var bara skelfilegur leikur af …

Grindavík lagði Fjölni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sigraði Fjölni með 82 stigum gegn 78 í Lengjubikarnum í körfubolta en leikið er með nýjum fyrirkomulagi í ár en liðum er skipt í riðla. Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík, Giordan Watson 17 og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12. Grindavík gekk erfiðlega að hrista Fjölnispilta af sér. Staðan í hálfleik var 38-33, Grindavík í vil. Þar með …

Goran Lukic tekur við kvennaliðinu

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Goran Lukic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í Grindavík. Hann tekur við af Jóni Þór Brandssyni. Grindavík féll úr úrvalsdeildinni og leikur því í 1. deild á næstu leiktíð. Goran Lukic hefur lengi verið búsettur í Grindavík. Hann er með UEFA-B gráðu og á langan knattspyrnuferil að baki. Hann lék m.a. hér á landi með Grindavík, Stjörnunni, Víði …

Sigur hjá stelpunum og ÍG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur hóf keppni í B-deildinni í körfubolta um helgina og lagði KFÍ að velli í tveimur leikjum fyrir vestan. Leikirnir fóru 48-46 og 55-47, Grindavík í vil þannig að stelurnar byrjuðu vel. Þá tók ÍG sig til í B-deild karla og skellti Ármanni 83-74.  Guðmundur Bragason sem er orðinn 44 ára fór á kostum hjá ÍG og skoraði 21 …

Bændaglíma GG á laugardaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Bændaglíma og lokahóf GG verður laugardaginn 5. nóvember en þetta er síðasta golfmót ársins. Bændaglíman hefst kl. 12:30 stundvíslega. Lokahófið og verðlaunaafhending verður í golfskálanum strax að bændaglímu lokinni.  Föstudaginn 28. október 2011 tók nýtt vallarmat gildi á Húsatóftavelli. Eftir vallarmatið hefur heildarlengd vallar á gulum teigum minnkað um 126m, úr 5381m í 5255m. Af rauðum teigum um 121m, eða úr …

Grindavík eitt liða á toppnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík trónir eitt liða á toppnum í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir öruggan 20 stiga sigur á Tindastóli 85-65. Það er ljóst að nú stefnir í afar spennandi körfuboltavertíð hjá strákunum sem munu gera harða atlögu að þeim titlum sem eru í boði. Grindvíkingar lögðu grunninn að góðum sigri sínum strax í fyrsta leikhluta þar sem liðið hafði betur 29-13. Þrátt fyrir …

Grindavík og ÍG í sviðsljósinu

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík mætir Tindastóli í kvöld í Röstinni í Grindavík kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík trónir á toppi deildarinnar. Hitt Grindavíkurliðið, ÍG (sjá mynd) sem tryggði sér sæti í 1. deild síðasta vor, tekur á móti Ármanni í Röstinni á laugardaginn kl. 16:30. ÍG hefur unnið einn leik og tapað einum. Mynd: Hreinn Sverrisson.

Breiddin er mikil

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik. …

Frábært afrek

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þrír Íslendingar tóku þátt í 100 mílna (160 km) utanvegahlaupinu Ultima Frontera 160 sem fram fór á Spáni um helgina. Þetta voru Grindvíkingarnir Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og svo þjálfari þeirra Daníel Smári Guðmundsson.  Christine lauk keppni á 23 klst. og 28 mínútum og varð í 3. sæti í kvennaflokki sem er aldeilis glæsilegur árangur. Anna Sigríður þurfti …