Nefbrot í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

James Bartolotta, leikmaður ÍR, var fluttur með sjúkrabíl frá Grindavík eftir hörku samstuð við J´Nathan Bullock í leik Grindavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöld. Bartolotta fékk það slæmt högg að hann vankaðist og nefbrotnaði illa. Bartolotta fiskaði ruðning á Bullock en sá síðarnefndi virtist fara með olnbogann beint í nefið á ÍR-ingnum og hann lág óvígur eftir. J´Nathan Bullock reyndi fyrir sér í amerískum fótbolta á sínum tíma og er mikill skrokkur.