Grindavík spáð 2. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Úrvalsdeild karla í körfubolta, Iceland Express deildin í körfubolta, hefst á fimmtudaginn þegar Grindavík tekur á móti grönnum sínum í Keflavík. Í dag fór fram hin árlega spá þjálfara og leikmanna fyrir veturinn og þar er Grindavík spáð 2. sæti í deildinni en KR Íslandsmeistaratitlinum. Spáin er þannig:

Karlar:

 

1 KR 395
2 Grindavík 374
3 Stjarnan 373
4 Snæfell 328
5 Keflavík 293
6 ÍR 244
7 Þór Þ 169
8 Haukar 149
9 Fjölnir 145
10 Tindastóll 136
11 Njarðvík 134
12 Valur 71