ÍG hefur leik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Körfuknattleikslið ÍG hefur leik í 1.deildinni á kvöld, föstudag, þegar strákarnir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15. Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu.

FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur. Önnur lið í deildinni eru ÍA, Skallagrímur, Breiðablik, KFÍ, Hamar, Ármann, Höttur og Þór Akureyri.