Grindavík áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík komst örugglega áfram í bikarnum í körfubolta karla í gærkvöldi. Grindavík vann öruggan 25 stiga sigur á KFÍ á Ísafirði, 75-100. Grindvíkingar náðu mest 34 stiga forskoti í leiknum.  

Stigahæstur í liði Grindvíkinga var Giordan Watson með 18 stig og 6 stoðsendingar. Næstir á blað voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig hvor.