Grindavík og ÍG í sviðsljósinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Tindastóli í kvöld í Röstinni í Grindavík kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík trónir á toppi deildarinnar. Hitt Grindavíkurliðið, ÍG (sjá mynd) sem tryggði sér sæti í 1. deild síðasta vor, tekur á móti Ármanni í Röstinni á laugardaginn kl. 16:30. ÍG hefur unnið einn leik og tapað einum.

Mynd: Hreinn Sverrisson.