Grindavík áfram í Lengjubikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurliðið mætti Haukum í Lengjubikar karla í körfubolta í gær. Okkar menn sigruðu 93-79 og eru þar með komnir áfram í keppninni þar sem þeir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í B-riðli. Páll Axel Vilbergsson var enn og aftur stigahæstur með 24 stig og hitti m.a. úr 4 af 5 af þriggja stiga skotum. J’Nathan Bullock skoraði 20 stig eins og Ólafur Ólafsson.

Liðin mætast aftur í næsta leik sem verður í Iceland Express deildinni og fer leikurinn fram 11.nóvember í Grindavík.