Grindavík lagði Fjölni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sigraði Fjölni með 82 stigum gegn 78 í Lengjubikarnum í körfubolta en leikið er með nýjum fyrirkomulagi í ár en liðum er skipt í riðla. Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík, Giordan Watson 17 og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12.

Grindavík gekk erfiðlega að hrista Fjölnispilta af sér. Staðan í hálfleik var 38-33, Grindavík í vil. Þar með hefur Grindavík unnið báða leikina í riðlinum.