Goran Lukic tekur við kvennaliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Goran Lukic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í Grindavík. Hann tekur við af Jóni Þór Brandssyni. Grindavík féll úr úrvalsdeildinni og leikur því í 1. deild á næstu leiktíð. Goran Lukic hefur lengi verið búsettur í Grindavík. Hann er með UEFA-B gráðu og á langan knattspyrnuferil að baki. Hann lék m.a. hér á landi með Grindavík, Stjörnunni, Víði Garði og Haukum.

Einnig var Guðný Gunnlaugsdóttir ráðin honum til aðstoðar í kringum liðið.

Unnið er í leikmannamálum en nú þegar hefur Sara Hrund Helgadóttir farið í FH.

Mynd: Guðný og Goran, þjálfarateymi meistaraflokks kvenna.