Bændaglíma GG á laugardaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Bændaglíma og lokahóf GG verður laugardaginn 5. nóvember en þetta er síðasta golfmót ársins. Bændaglíman hefst kl. 12:30 stundvíslega. Lokahófið og verðlaunaafhending verður í golfskálanum strax að bændaglímu lokinni. 

Föstudaginn 28. október 2011 tók nýtt vallarmat gildi á Húsatóftavelli. Eftir vallarmatið hefur heildarlengd vallar á gulum teigum minnkað um 126m, úr 5381m í 5255m. Af rauðum teigum um 121m, eða úr 4627m í 4506m. Megin breytingu á lengdum brauta má rekja til stækkana á flötum frá því sem var.