Ray gæti mætt Beckham og félögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ray Anthony Jónsson, bakvörður Grindvikinga, hefur verið valinn í landsliðshóp Filippseyja sem mætir bandarísku meisurunum í Los Angeles Galaxy þann 3. desember næstkomandi. Ray Anthony á að fara til Filippseyja næstkomandi þriðjudag en ekki er ljóst hvort að hann muni fara þar sem kona hans er ólétt. ,,Þetta fer eftir því hvort hún verði búinn að eiga eða ekki. Þetta ræðst …

Grindavík í undanúrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lenti í talsverðum vandræðum með Fjölni í Lengjubikarnum í gærkvöldi en náði að landa 5 stiga sigri, 83-78, að lokum eftir góðan endasprett. Þar með tryggði Grindavík sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af riðlakeppninni. Grindavík hefur unnið alla tólf leiki sína á tímabilinu. Þeir unnu KR í Meistarakeppni KKÍ, hafa unnið …

Körfuboltastelpurnar efstar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta sem tekur nú þátt í B-deild (1. deild) hefur byrjað vel og er í efsta sæti eftir 5 umferðir. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað einum. Það var mikið um dýrðir í Smáranum í Kópavogi síðasta föstudag. Hamborgarar voru grillaðir í andyri Smárans og mikil og flott umgjörð á staðnum. Stelpurnar okkar voru mættar í heimsókn …

Hvað er að vera afreksmaður/íþróttamaður?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

  Þriðjudaginn 29.nóvember kl. 19:30 mun forvarnarnefnd UMFG standa fyrir fyrirlestri í Hópskóla með hinum frábæra Sigurbirni Árna Arngrímssyni lífeðlisfræðingi á sviði þjálfunar. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum í 7.bekk og eldri. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til að mæta!   Fjallað verður m.a. um matarræði, orkudrykkjanotkun, ofþjálfun og flest sem viðkemur íþróttaiðkun.Sýnum samstöðu og fjölmönnum, Forvarnarnefnd UMFG

Pétur tekur við Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Haukar hafa ráðið Grindvíkinginn Pétur Rúðrik Guðmundsson sem nýjan þjálfara í Iceland Express deildinni í körfubolta. Hann segir því skilið við aðstoðarþjálfarastarfið hjá kvennaliði Keflavíkur og tekur nú við sínu fyrsta liði í úrvalsdeild karla sem aðalþjálfari. Pétur tekur við þjálfun liðsins af Pétri Ingvarssyni sem sagði skilið við félagið á dögunum.  Pétur Rúðrik Guðmundsson hefur verið aðstoðarþjálfari í úrvalsdeild …

Ólafur Örn skrifaði undir tveggja ára samning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ólafur Örn Bjarnason skrifaði í gær undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Grindavíkur. Hann mun því einbeita sér að því að spila með liðinu en sem kunnugt er var hann þjálfari liðsins í ár en hann tók við Grindavík í 7. umferð á síðasta ári. 

Björn Lúkas Íslandsmeistari í Jiu Jitsu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistaramót ungmenna í Brasilísku Jiu Jitsu var haldið síðasta laugardag en þetta er annað árið í röð sem ungmennamótið er haldið. Alls mættu yfir fimmtíu keppendur til leiks úr Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ og fjöldi fallegra glíma sást á mótinu. Ekki er keppt í þessari íþrótt í Grindavík en Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson æfir og keppir með Sleipni í Reykjanesbæ. …

Grindavík skellti KFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði KFÍ öðru sinni í riðlakeppni Lengjubikars karla í körfbolta með 16 stiga mun, 103-87. Grindavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta með því að skora 28 stig gegn 10 stigum Vestfirðingar sem eru efstir í 1. deild en Grindavík er sem kunnugt er efst í úrvalsdeild. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Giordon Watson skoruðu 19 stig hvor fyrir …

Grindavík og ÍG á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hélt áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Haukum og er liðið enn með fullt hús stiga. Þá gerði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, sér lítið fyrir og skoraði 35 stig fyrir ÍG sem lagði Breiðablik í hörku leik í 1. deildinni. Grindavík átti ekki í nokkrum vandræðum með þjálfaralausa Hauka 98-74. Staðan í hálfleik …

Gott fólk óskast í unglingaráð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Unglingaráð knattspyrnudeildar UMFG auglýsir eftir áhugasömu fólki til starfa til að stýra starfi yngri flokkanna í Grindavík og aðstoða við ýmis verkefni. Nánari upplýsingar veitir Gauja, netfang gauja@grindavik.is, eða í síma 893 4272.