Björn Lúkas krækti í brons á Norðurlandamótinu í Jiu Jitsu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Glímukappinn Björn Lúkas Haraldsson gerði sér lítið fyrir og krækti sér í brons á opna Norðurlandamótinu í brasilísku Jiu Jitsu í sínum þyngdarflokki. Björn Lúkas er aðeins 16 ára en hann fékk undanþágu til að keppa á mótinu sem er fyrir fullorðna.