Sigur hjá stelpunum og ÍG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennalið Grindavíkur hóf keppni í B-deildinni í körfubolta um helgina og lagði KFÍ að velli í tveimur leikjum fyrir vestan. Leikirnir fóru 48-46 og 55-47, Grindavík í vil þannig að stelurnar byrjuðu vel. Þá tók ÍG sig til í B-deild karla og skellti Ármanni 83-74

Guðmundur Bragason sem er orðinn 44 ára fór á kostum hjá ÍG og skoraði 21 stig og hirti 16 fráköst en Haraldur Jón Jóhannesson var stigahæstur með 23 stig. Í kvöld kl. 19:15 mætast svo Grindavík og Fjölnir kl. 19:15 í Lengjubikarnum í körfubolta í Röstinni.