Grindavík tryggði sér í gær sigur í Lengjubikarkeppni karla með því að leggja Keflavík að velli í stórskemmtilegum, hádramatískum og spennandi úrslitaleik, 75-74. Keflvíkingar höfðu sjö stiga forystu í hálfleik og voru yfir lengstum í síðari hálfleik, en frábær endasprettur Grindvíkinga, þar sem hugarró og skynsemi voru í aðalhlutverki, tryggðu grindvískan sigur. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík buðu upp á ljómandi …
Suðurnesjaslagur í úrslitum Lengjubikarsins
Grindavík og Keflavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í körfuknattleik; Grindavík vann Þór 80-66 í fyrri undanúrslitaleiknum í DHL-höllinni og Keflavík hafði betur gegn Snæfelli 93-88 í síðari leiknum. Grindavík og Keflavík leika til úrslita í dag kl. 16:00 í íþróttahúsi KR. Þór Þ. 66-80 Grindavík (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Grindvíkinar hófu leikinn í DHL-höllinni í kvöld …
Góður sigur hjá stelpunum á Skallagrími
Stelpurnar í 1. deild kvenna í körfubolta spiluðu í gær sinn sjötta leik í 1. deild kvenna . Í þetta sinn var það Skallagrímur úr Borganesi sem var í heimsókn í Röstinni. Leikurinn fór vel af stað og var mikil grimmd í Grindavíkurliðinu. Góð vörn og mikil ákefð einkenndi leik liðsins og margar auðveldar körfur fylgdu í kjölfarið. Ingibjörg Sigurðardóttir kom …
Helgi Jónas góður í því að fela púlið
Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri. „Við …
Jólasýning fimleikadeildarinnar á laugardaginn
Jólasýning fimleikadeildar UMFG verður haldin LAUGARDAGINN 3. DESEMBER. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:00 og stendur til 14:30. Íþróttahúsið opnar fyrir gesti kl. 12.30. Miðaverð er: 1000 kr. fyrir fullorðna.250 kr. fyrir 6 – 16 ára.Frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Sjoppa verður á staðnum.(A.t.h. að við höfum ekki posa til að taka við greiðslum) …
Hvað er að vera afreksmaður/íþróttamaður?
Þriðjudaginn 29.nóvember kl. 19:30 mun forvarnarnefnd UMFG standa fyrir fyrirlestri í Hópskóla með hinum frábæra Sigurbirni Árna Arngrímssyni lífeðlisfræðingi á sviði þjálfunar. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum í 7.bekk og eldri. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til að mæta! Sigurbjörn hefur m.a. lýst frjálsum íþróttum í sjónvarpi og er sagður eini lýsandinn í heimi sem getur gert maraþonhlaup spennandi! Fjallað verður …
Fækkar í kvennaliðinu – Orri í Þór?
Þrír lykilleikmenn hafa yfirgefið kvennalið Grindavíkur í fótbolta að undanförnu. Varnarmaðurinn Alma Rut Garðarsdóttir er gengin í raðir KR frá Grindavík en þetta var staðfest á vef KR í gær. Markvörðurinn Emma Higgins fór einnig í KR og Sara Hrund Helgadóttir er farin í FH. Alma spilaði ekki með Grindavik síðasta sumar vegna meiðsla en er komin á fullt núna …
Góður árangur á bikarmóti í taekwondo
Grindvíkingar stóðu sig vel á bikarmóti Taekwondosambands Íslands um síðustu helgi og unnu til sex verðlauna. Þar var Ylfa Rán Erlendsdóttir fremst í flokki en hún gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í bardaga og brons í formum í sínum aldursflokki. Árangur Grindvíkinga á mótinu varð eftirfarandi: Í bardaga; Ylfa Rán Erlendsdóttir – gull Andri Snær Gunnarsson – …
Leikur KR og Grindavíkur í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi
Stórleikur kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta er án efa leikur Íslandsmeistaraliðs KR og Grindavíkur. Leikurinn hefst kl. 19.15 í DHL-höllinni og verður bein sjónvarspsútsending frá leiknum á Vísi. Grindvíkingar eru engur að síður hvattir til þess að fjölmenna á leikinn. Grindavík er á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla 6 leiki sína fram til þessa. KR …
Grindavík pakkaði Íslandsmeisturunum saman
Grindavík fór illa með Íslands-og bikarmeistara KR í kvöld er liðin áttust við í DHL-höllinni í Iceland Express deild karla. Leikurinn endaði með 26 stiga sigri Grindvíkinga, 85-59. Með sigrinum er Grindavík komið með 14 stig á toppi deildarinnar og er liðið enn ósigrað í deildinni. KR er áfram í þriðja sæti með 8 stig. Fyrirfram var búist við jöfnum …