Suðurnesjaslagur í úrslitum Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Keflavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í körfuknattleik; Grindavík vann Þór 80-66 í fyrri undanúrslitaleiknum í DHL-höllinni og Keflavík hafði betur gegn Snæfelli 93-88 í síðari leiknum. Grindavík og Keflavík leika til úrslita í dag kl. 16:00 í íþróttahúsi KR.

Þór Þ. 66-80 Grindavík (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)
Grindvíkinar hófu leikinn í DHL-höllinni í kvöld af miklum krafti og virtust ætla að uppfylla spádóma af myndarskap, þeir voru ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og voru öflugir bæði í vörn og sókn. Þórsarar svöruðu hins vegar hressilega fyrir sig, náðu að hemja sóknarleik Grindvíkinga ágætlega og réttu sinn hlut ansi hressilega áður en flautað var til hálfleiks. Þeir jöfnuðu metin fljótlega í öðrum leikhluta, 37-37, og komust yfir 38-37 en Grindvíkingar vöknuðu þá til lífsins aftur, komust yfir og voru skrefinu á undan til loka fyrri hálfleiksins þótt munurinn væri aldrei mikill.

Grindvíkingar voru enn skrefinu á undan í þriðja leikhluta, forysta þeirra var fimm stig þegar fjórði leikhlutinn hófst og þá skildu leiðir. Grindavík hafði nokkra yfirburði á lokamínútunum og hafði að lokum fjórtán stiga sigur.

Grindavík: J’Nathan Bullock 25/17 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 14, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/15 fráköst/6 varin skot, Giordan Watson 9/6 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Ómar Örn Sævarsson 2/7 fráköst