Leikur KR og Grindavíkur í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stórleikur kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta er án efa leikur Íslandsmeistaraliðs KR og Grindavíkur. Leikurinn hefst kl. 19.15 í DHL-höllinni og verður bein sjónvarspsútsending frá leiknum á Vísi. Grindvíkingar eru engur að síður hvattir til þess að fjölmenna á leikinn.

Grindavík er á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla 6 leiki sína fram til þessa. KR hefur unnið 4 leiki og tapað 2, en Íslandsmeistararnir eru í þriðja sæti.