Háspenna í Hóminum – Grindavík hafði betur eftir tvíframlengdan leik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík situr í efsta sæti deildarinnar þegar árið 2012 gengur í garð eftir háspennuleik í Stykkishólmi. Grindavík hafði sigur með 110 stigum gegn 105 eftir tvíframlengdan leik. Grindavík lék án bræðranna Páls Axels og Ármanns Vilbergssona en bandarísku leikmennirnir í Grindavíkurliðinu fóru á kostum. Í umfjöllun á karfan.is segir: „Í uppahfi var jafn leikur í gangi og staðan 7-7. Grindavík …

Stórsigur Grindavíkur en stórtap ÍG

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík komst örugglega áfram í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ eftir stórsigur á Haukum en ÍG er úr leik eftir rassskellingu gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkur. Bæði Grindavíkurliðin voru í eldlínunni í Röstinni þegar boðið var upp á bikartvennu. ÍG steinlá fyrir Njarðvík með 63ja stiga mun, 55-118, en í lið ÍG vantaði nokkra ása sem hafa staðið sig vel í 1. …

Stelpurnar sitja sem fastast á toppnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpurnar tóku á móti Stjörnunni á laugardaginn í Röstinni í B-deild körfuboltans. Um toppslag var að ræða. Eina tap stelpnanna kom einmitt á móti Stjörnustúlkum í fyrsta leik vetrarins. Strax í byrjun var ljóst að stelpurnar okkar ætluðu að selja sig dýrt.  Stjarnan byrjaði leikinn þó betur þar sem að sóknarleikur okkar gekk ekki sem skildi. Ákveðinn og góð vörn með …

Bikartvenna í Röstinni

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Í dag er bikartvenna í Röstinni þegar Grindavík og ÍG taka á móti öflugum andstæðingum. ÍG mætir Njarðvík í hörku bikarslag þar sem ÍG mun tefla fram öllum sínum gömlu kanónum en leikurinn hefst kl. 17. Strax á eftir kl. 19:15 tekur Grindavík á móti Haukum í öðrum bikarslag. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna en þjálfari Hauka er …

Fyrsta tap Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla á leiktíðinni þegar nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn komu í heimsókn. Þór vann með fjögurra stiga mun, 80-76 eftir að hafa unnið síðasta leikhlutann með níu stiga mun. Þar með skutu Þorlákshafnarbúar Grindvíkingum niður á jörðina eftir sigurinn í Lengjubikarnum.     Grindvíkingar voru ekki sjálfum sér líkir í þessum leik. En um …

Hörku leikur – og bílabón!

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þrátt fyrir að allt sé á kafi í snjó verður stórleikur í körfuboltanum í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn kl. 19:15 í Röstinni. Ekki er fært Suðurstrandarveginn en Þorlákshafnarbúar mæta engu að síður á svæðið en liðinu fylgir kröftugur og skemmtilegur stuðningsmannahópur. Helgina 16. og 17. desember verður körfuboltinn með sitt árlega bílabón. Miði verður sendur í …

Ray mætti Beckham

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Ray Anthony Jónsson, leikmaður Grindvíkinga, var í liði Filippseyja sem tapaði 6-1 gegn LA Galaxy í æfingaleik um síðustu helgi. LA Galaxy er í æfingaferð í Asíu þessa stundina og allir helstu leikmenn liðsins eru með í för. Þar á meðal eru David Beckham og Robbie Keane en þeir voru báðir á skotskónum. Um það bil 10 þúsund manns mættu á leikinn …

Grindavík Lengjubikarmeistari

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tryggði sér í gær sigur í Lengjubikarkeppni karla með því að leggja Keflavík að velli í stórskemmtilegum, hádramatískum og spennandi úrslitaleik, 75-74. Keflvíkingar höfðu sjö stiga forystu í hálfleik og voru yfir lengstum í síðari hálfleik, en frábær endasprettur Grindvíkinga, þar sem hugarró og skynsemi voru í aðalhlutverki, tryggðu grindvískan sigur. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík buðu upp á ljómandi …

Suðurnesjaslagur í úrslitum Lengjubikarsins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík og Keflavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitum Lengjubikarkeppni karla í körfuknattleik; Grindavík vann Þór 80-66 í fyrri undanúrslitaleiknum í DHL-höllinni og Keflavík hafði betur gegn Snæfelli 93-88 í síðari leiknum. Grindavík og Keflavík leika til úrslita í dag kl. 16:00 í íþróttahúsi KR. Þór Þ. 66-80 Grindavík (17-28, 23-14, 15-18, 11-20)Grindvíkinar hófu leikinn í DHL-höllinni í kvöld …

Góður sigur hjá stelpunum á Skallagrími

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Stelpurnar í 1. deild kvenna í körfubolta spiluðu í gær sinn sjötta leik í 1. deild kvenna . Í þetta sinn var það Skallagrímur úr Borganesi sem var í heimsókn í Röstinni. Leikurinn fór vel af stað og var mikil grimmd í Grindavíkurliðinu. Góð vörn og mikil ákefð einkenndi leik liðsins og margar auðveldar körfur fylgdu í kjölfarið. Ingibjörg Sigurðardóttir kom …