Fækkar í kvennaliðinu – Orri í Þór?

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þrír lykilleikmenn hafa yfirgefið kvennalið Grindavíkur í fótbolta að undanförnu. Varnarmaðurinn Alma Rut Garðarsdóttir er gengin í raðir KR frá Grindavík en þetta var staðfest á vef KR í gær. Markvörðurinn Emma Higgins fór einnig í KR og Sara Hrund Helgadóttir er farin í FH.

Alma spilaði ekki með Grindavik síðasta sumar vegna meiðsla en er komin á fullt núna og var ákveðin í að finna sér lið í efstu deild. Hún valdi svo að fara ti KR. Alma hefur spilað 8 landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og 4 fyrir U19. Alma stundar nám í Bandarikjunum og spilar þar með Kennesaw State University í NCAA div 1. Á sínu fyrsta ári var Alma valin í All conference team ástamt freshman team eftir að hafa verið markahæst liðsins.

Þá greinir Morgunblaðið frá því í morgun að Orri Freyr Hjaltalín leikmaður karlaliðs Grindavíkur sé jafnvel á leið í sitt gamla félag Þór á Akureyri. En Grindavík hefur fengið nýjan leikmann, Alex Frey Hilmarsson sem kemur til liðsins frá Sindra. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Alex er átján ára miðjumaður og hefur þrátt fyrir það leikið þrjú ár með meistaraflokki Sindra. Í sumar gerði hann sjö mörk í fimmtán leikjum en Sindri spilaði í 3. deildinni.