Hvað er að vera afreksmaður/íþróttamaður?

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Þriðjudaginn 29.nóvember kl. 19:30 mun forvarnarnefnd UMFG standa fyrir fyrirlestri í Hópskóla með hinum frábæra Sigurbirni Árna Arngrímssyni lífeðlisfræðingi á sviði þjálfunar. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum í 7.bekk og eldri. Þjálfarar og foreldrar eru hvattir til að mæta! Sigurbjörn hefur m.a. lýst frjálsum íþróttum í sjónvarpi og er sagður eini lýsandinn í heimi sem getur gert maraþonhlaup spennandi!

Fjallað verður m.a. um matarræði, orkudrykkjanotkun, ofþjálfun og flest sem viðkemur íþróttaiðkun.
Sýnum samstöðu og fjölmönnum,

Forvarnarnefnd UMFG

Mynd: Forvarnarnefnd UMFG