Grindavík pakkaði Íslandsmeisturunum saman

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík fór illa með Íslands-og bikarmeistara KR í kvöld er liðin áttust við í DHL-höllinni í Iceland Express deild karla. Leikurinn endaði með 26 stiga sigri Grindvíkinga, 85-59. Með sigrinum er Grindavík komið með 14 stig á toppi deildarinnar og er liðið enn ósigrað í deildinni. KR er áfram í þriðja sæti með 8 stig.

Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik í DHL-höllinni í kvöld en sú var aldeilis ekki raunin. Grindavík gaf tóninn fyrir það sem koma skal strax í fyrsta leikhluta sem Suðurnesjamenn unnu 24-10. KR-ingar hresstust heldur í öðrum leiklhuta en Grindvíkingar voru þó alltaf skrefinu framar. Grindavík fór svo langt með að klára leikinn í þriðja leikhluta sem Grindavík vann 24-18. J. Nathan Bullock fór mikinn í liði Grindavíkur í kvöld með 24 stig og 9 fráköst.

KR 59-85 Grindavík (10-24, 17-19, 18-24, 14-18)
Grindavík: J. Nathan Bullock 25/9 fráköst/3 stoðsendingar, Giordion Watson 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 12/3 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 11/8 fráköst/1 stoðsending, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/1 stoðsending, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst/1 stoðsending.

Sjónvarpsviðtal við Pál Axel Vilbergsson á sport.is má sjá hér. Þar kemur m.a. fram að Grindavík sé búið að finna réttu blönduna. Hann segir liðið ætla sér langt í ár