Góður árangur á bikarmóti í taekwondo

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindvíkingar stóðu sig vel á bikarmóti Taekwondosambands Íslands um síðustu helgi og unnu til sex verðlauna. Þar var Ylfa Rán Erlendsdóttir fremst í flokki en hún gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í bardaga og brons í formum í sínum aldursflokki.

Árangur Grindvíkinga á mótinu varð eftirfarandi:

Í bardaga;

Ylfa Rán Erlendsdóttir – gull

Andri Snær Gunnarsson – gull

Björn Lúkas Haraldsson- silfur

Gunnlaugur Dagur Ingvarsson- silfur

Pálmi Þrastarsson – brons

Í formi;

Ylfa Rán Erlendsdóttir- brons