Grindavík meistari meistaranna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íslandsmeistarar Grindavíkur tryggðu sér sæmdarheitið MEISTARAR MEISTARANNA annað árið í röð eftir að hafa lagt bikarmeistara Keflavíkur að velli í Röstinni með 92 stigum gegn 83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar …

Grindavík tapaði fyrir KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavik tapaði fyrir KR með 11 stiga mun, 62-51, í 1. umferð Íslandsmótsins í körfubolta. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins lék ekki með og munaði um minna. Þá var Ólöf Helga Pálsdóttir heldur ekki með vegna meiðsla. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var stigahæst með 14 stig og Helga Rut Hallgrímsdóttir kom næst með 13. Petrúnella Skúladóttir skoraði 9 stig og Guðrún Ósk …

Meistarar meistaranna í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuboltavertíðin hefst formlega í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti bikarmeisturum Keflavíkur í Röstinni kl. 19:15 í árlegum leik Meistarar meistaranna. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Röstina en hér er stór bikar í húfi. Allir ágóði af leiknum rennur til landsliðsstarfs KKÍ. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt fyrir börn.

Vel heppnuð æfingaferð til Tenerife

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksvertíðin er að hefjast. Bikar er í húfi í Röstinni annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti bikarmeisturum Keflavíkur kl. 19:15 í árlegum leik Meistarar meistaranna. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði meistaranna og nýr maður er kominn í brúnna. Helgi Jónas Guðfinsson sagði starfi sínu lausu að lokinni síðustu leiktíð og við keflinu tók Sverrir Þór Sverrisson. Vefurinn karfan.is …

Grindavík Reykjanesmeistari 2012

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sigurinn í Reykjanesmóti karla í körfubolta með fimm stiga sigri á Stjörnunni 82-77. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af.  Í fjórða leikhluta keyrðu Grindvíkingar fram úr Stjörnumönnum og unnu 82-77. Grindavík er Reykjanesmeistari 2012 sama hvernig viðureign Keflavíkur og Breiðabliks fer en Grindavík hefur betur innbyrðis gegn Keflavík þó bæði lið hafi unnið fjóra leiki og …

Körfuboltavertíðin hefst með tveimur stórleikjum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuboltavertíðin hefst nú í vikunni með pompi og pragt. Kvennalið Grindavíkur sem leikur í úrvalsdeild á ný sækir KR heim annað kvöld kl. 19:15 og á fimmtudagskvöldið mætast Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki í hinum árlega leik Meistarar meistaranna. Sá leikur fer fram í Röstinni kl. 19:15. Kvennalið Grindavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk í nokkrum fyrrverandi leikmönnum liðsins …

Lokahóf hjá 5. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Að lokinni fótboltavertíðinni var haldið lokahóf hjá 5. flokki drengja og stúlkna á dögunum. Þar var m.a. spilað bingó og voru flottir vinningar í boði. Krakkarnir stóð sig virkilega vel á vellinum í sumar. Hér má sjá nokkrar myndir frá lokahófinu.  

Veglegt lokahóf hjá 3. og 4. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahófið í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna hjá knattspyrnudeild UMFG var haldið á dögunum í grunnskólanum. Þar voru veitt einstaklingsverðlaun og farið yfir árangur sumarsins sem var góður að þessu sinni. Veislborð svignaði undan kræsingum og var sannkölluð veisla fyrir alla. Eftirtaldir leikmenn voru verðlaunaðir að þessu sinni: 3. flokkur drengja:Marínó Axel Helgason/Anton Ingi Rúnarsson/Ivar Jugovic, besta ástundun.Sigurður …

Grindavík kvaddi með jafntefli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík kvaddi Pepsideildina með jafntefli gegn Fylki 2-2 í lokaumferðinni í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruð mörk Grindavíkur sem féll úr deildinni með aðeins 12 stig.Mark Hafþórs Ægis kom úr aukaspyrnu í blálokin. 12 stigin sem Grindavík fékk er jöfnun á slakasta árangri liðs í Pepsideild síðan 12 liða deild var sett á laggirnar. Liðið fékk …

Steinlágu á Valsvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík steinlá fyrir Val að Hlíðarenda 4-1 í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Hafþór Ægir Vilhjálmsson kom Grindavík yfir í leiknum en það dugði skammt. Síðasti leikur Grindavíkur í úrvalsdeildinni í sumar verður næsta laugardag gegn Fylki á Grindavíkurvelli. Staðan er þessi: 1. FH 21 14 4 3 49:22 462. ÍBV 21 10 5 6 35:19 353. Stjarnan 21 …