Vel heppnuð æfingaferð til Tenerife

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksvertíðin er að hefjast. Bikar er í húfi í Röstinni annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur taka á móti bikarmeisturum Keflavíkur kl. 19:15 í árlegum leik Meistarar meistaranna. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði meistaranna og nýr maður er kominn í brúnna. Helgi Jónas Guðfinsson sagði starfi sínu lausu að lokinni síðustu leiktíð og við keflinu tók Sverrir Þór Sverrisson.

Vefurinn karfan.is er með viðtal við Sverri Þór, sem fer hér á eftir:

Hvaða breytingar hafa orðið á leikmannahópnum hjá ykkur frá síðustu leiktíð?
Breytingar frá því í fyrra eru þær að við fengum Jens Valgeir Óskarsson og Egil Birgisson frá Njarðvík ,Davíð Inga Bustion sem hefur búið í Sviss en er ættaður úr Grindavík,Sammy Zeglinski og Aaron Broussard eru nýju erlendu leikmenn okkar og svo eru nokkrir mjög efnilegir drengir að koma inní mfl hópinn.
Þeir sem eru farnir frá því í fyrra eru erlendu leikmennirnir þrír, Bullock, Watson og Pettinella. Páll Axel og Þorsteinn Finnbogason.

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið hjá ykkur?
Undirbúningstímabilið hefur gengið vel. Höfum æft á fullu frá 1. ágúst og vorum að koma úr æfingaferð frá Tenerife sem var mjög vel heppnuð.

Hvernig leggst komandi tímabil í þig í Domino´s deildinni?
Tímabilið leggst vel í mig og ég held að deildin verði nokkuð jöfn þar sem það gæti orðið þéttur pakki í sex efstu sætunum. Ég held að það verði enginn leikur auðveldur þar sem öll liðin eru nokkuð vel mönnuð.

Hvaða lið telur þú að verði sterkust?
Ég hef ekki séð öll liðin spila en ég er viss um að KR, Stjarnan,Þór, Snæfell og Suðurnesjaliðin verða öflug og ætla sér stóra hluti en eins og ég sagði hér áður þá er ég viss um að þetta verði jöfn deild og margir erfiðir útivellir eins og Krókurinn, Borgarnes og Ísafjörður.

Hvaða leikmönnum ert þú spenntur fyrir, hverjir stíga upp?
Það er fullt af góðum ungum leikmönnum í deildinni sem verða í stórum hlutverkum í vetur.
Valur Orri, Martin Hermanns, nokkrir úr Njarðvík og svo hef ég mikla trú á að einhverjir af mínum ungu strákum eigi eftir að nýta sína sénsa vel og blómstra.

Keppni í Domino´s deild karla hefst þann 7. október og lýkur fyrstu umferðinni þann 8. október

Fyrsta umferðin

7. október
Fjölnir-KR
Tindastóll-Stjarnan
KFÍ-Skallagrímur

8. október
Keflavík-Grindavík
Snæfell-ÍR
Þór Þorlákshöfn-Njarðvík