Körfuboltavertíðin hefst með tveimur stórleikjum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuboltavertíðin hefst nú í vikunni með pompi og pragt. Kvennalið Grindavíkur sem leikur í úrvalsdeild á ný sækir KR heim annað kvöld kl. 19:15 og á fimmtudagskvöldið mætast Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki í hinum árlega leik Meistarar meistaranna. Sá leikur fer fram í Röstinni kl. 19:15.

Kvennalið Grindavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk í nokkrum fyrrverandi leikmönnum liðsins sem hafa snúið aftur heim frá Njarðvík en um er að ræða þær Petrúnellu Skúladóttur, Harpa Hallgrímsdóttur og Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem voru í lykilhlutverk þegar Njarðvík varð Íslandsmeistari í vor. Þá kom Helga Hallgrímsdóttir frá Keflavík.

Karlalið Grindavíkur varð Reykjanesmeistari og þrátt fyrir nokkrar breytingar er ljóst að liðið mun berjast í toppbaráttunni í vetur.

Sverrir Þór Sverrisson er nýr þjálfari karlaliðsins en Bragi Magnússon nýr þjálfari kvennaliðsins.

Við þetta má bæta að í árlegri spá fyrirliða og forráðamanna félaganna í Dominos deildum karla kvenna var karlaliði Grindavíkur spáð 3. sæti en kvennaliðinu 7. sæti.

Spáin er þessi:

Spá Dominos-deild karla:

Hæsta gildi 432 – Lægsta gildi 36

1. KR – 394
2. Stjarnan – 369
3. Grindavík – 368
4. Þór Þorl – 311
5. Snæfell – 295
6. Keflavík – 284
7. ÍR – 180
8. UMFN – 177
9. Tindastóll – 141
10. Fjölnir – 120
11. KFÍ – 86
12. Skallagrímur – 83

Spá Dominos-deild kvenna:

Hæsta gildi 192 – Lægsta gildi 24

1. Keflavík – 175
2. Snæfell – 161
3. Valur – 138
4. KR – 119
5.-6. Haukar – 79
5.-6. UMFN – 79
7. Grindavík – 74
8. Fjölnir – 37