Veglegt lokahóf hjá 3. og 4. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahófið í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna hjá knattspyrnudeild UMFG var haldið á dögunum í grunnskólanum. Þar voru veitt einstaklingsverðlaun og farið yfir árangur sumarsins sem var góður að þessu sinni. Veislborð svignaði undan kræsingum og var sannkölluð veisla fyrir alla. Eftirtaldir leikmenn voru verðlaunaðir að þessu sinni:

3. flokkur drengja:
Marínó Axel Helgason/Anton Ingi Rúnarsson/Ivar Jugovic, besta ástundun.
Sigurður Helgi Hallfreðsson, mestu framfarir.
Ivan Jugovic, mikilvægasti leikmaðurinn.

4. flokkur drengja:
Hilmar Andrew McShane og Magnús Ari Stefánsson, mikilvægustu leikmennirnir.
Ævar Andri Ámundínus Öfjörð, besta ástundun.
Ingi Steinn Ingvarsson, mestu framfarir.

4. flokkur stúlkna:
Svava Lind Kristjánsdóttir, mestu framfarir.
Gyða Dögg Heiðarsdóttir, besta ástundun.
Dröfn Einarsdóttir og Unnur Guðmundsdóttir, mikilvægustu leikmennirnir.

3. flokkur stúlkna
Ragnheiður Árný Sigurðardóttir, mestu framfarir.
Þórdís Una Arnarsdóttir, besta ástundun.
Guðný Eva Birgisdóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir, mikilvægustu leikmennirnir.

3. flokkur drengja: Guðmundur aðstoðarþjálfari, Marínó Axel, Sigurður Helgi, Anton Ingi, Ívar og Ægir þjálfari.

4. flokkur drengja: Guðmundur aðstoðarþjálfari. Ingi Steinn, Hilmar, Magnús Ari og Ægir þjálfari.

4. flokkur stúlkna: Svava Lind, Dröfn, Unnur og Bentína þjálfari.

3. flokkur stúlkna: Þórdís, Ragnheiður, Guðný Eva, Helga Guðrún og Sveinn þjálfari.

Efsta mynd: Veisluborðið glæsilega.

Myndir: Guðjóna Breiðfjörð.