Grindavík tapaði fyrir KR

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavik tapaði fyrir KR með 11 stiga mun, 62-51, í 1. umferð Íslandsmótsins í körfubolta. Nýr bandarískur leikmaður Grindavíkurliðsins lék ekki með og munaði um minna. Þá var Ólöf Helga Pálsdóttir heldur ekki með vegna meiðsla.

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var stigahæst með 14 stig og Helga Rut Hallgrímsdóttir kom næst með 13. Petrúnella Skúladóttir skoraði 9 stig og Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 7.