Grindavík Reykjanesmeistari 2012

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér sigurinn í Reykjanesmóti karla í körfubolta með fimm stiga sigri á Stjörnunni 82-77. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af. 

Í fjórða leikhluta keyrðu Grindvíkingar fram úr Stjörnumönnum og unnu 82-77. Grindavík er Reykjanesmeistari 2012 sama hvernig viðureign Keflavíkur og Breiðabliks fer en Grindavík hefur betur innbyrðis gegn Keflavík þó bæði lið hafi unnið fjóra leiki og tapað einum.

Stigahæstur Grindvíkinga varAaron Broussard með 29 stig 9 fráköst og 8 stolna bolta. Þar á eftir komu Samuel Zeglinski með 15 stig, Ómar Örn Sævarsson með 11 stig og Jóhann Árni Ólafsson með 12 stig.