Grindavík kvaddi með jafntefli

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík kvaddi Pepsideildina með jafntefli gegn Fylki 2-2 í lokaumferðinni í gær. Alex Freyr Hilmarsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruð mörk Grindavíkur sem féll úr deildinni með aðeins 12 stig.
Mark Hafþórs Ægis kom úr aukaspyrnu í blálokin.

12 stigin sem Grindavík fékk er jöfnun á slakasta árangri liðs í Pepsideild síðan 12 liða deild var sett á laggirnar. Liðið fékk á sig 57 mörk og skoraði 31. Grindavík vann aðeins þrjá leiki, einn heimavelli og einn á útivelli. Liðið fékk 39 gul spjöld í sumar og 1 rautt.

Markaskorarar:

Pape Mamadou Faye 6
Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5
Tomi Ameobi 3
Magnús Björgvinsson 3
Ian Williamson 2
Matthías Örn Friðriksson 2
Óli Baldur Bjarnason 2
Alex Freyr Hilmarsson 1
Alexander Magnússon 1
Daníel Leó Grétarsson 1
Gavin Morrison 1
Loic Ondo 1
Mikael Eklund1
Scott Ramsey 1

Lokastaðan:
1. FH 22 15 4 3 51:23 49
2. Breiðablik 22 10 6 6 32:27 36
3. ÍBV 22 10 5 7 36:21 35
4. KR 22 10 5 7 39:32 35
5. Stjarnan 22 8 10 4 44:38 34
6. ÍA 22 9 5 8 32:36 32
7. Fylkir 22 8 7 7 30:39 31
8. Valur 22 9 1 12 34:34 28
9. Keflavík 22 8 3 11 35:38 27
10. Fram 22 8 3 11 31:36 27
———————————
11. Selfoss 22 6 3 13 30:44 21
12. Grindavík 22 2 6 14 31:57 12

Hér má sjá viðtöl eftir leikinn á mbl.is:

Ætlum beint upp aftur – Guðjón Þórðarson

Grindavík er mitt félag – Óskar Pétursson