Læti í Fjósinu en grindvískur sigur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði Skallagrím með 93 stigum gegn 86 í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi í Borgarnesi í hörku leik þar sem úrslitin réðust á vítalínunni á lokasprettinum.   Fjósið í Borgarnesi var fullt að vanda þegar Íslandsmeistararnir komu í heimsókn. Hart var barist og Páll Axel Vilbergsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður til að byrja með og skoraði 17 …

Crystal Smith tekur við kvennaliðinu og Guðmundur aðstoðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bandaríski leikmaðurinn Crystal Smith hefur tekið við sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta og Guðmundur Bragason verður henni til aðstoðar. Þetta staðfesti Guðmundur við heimasíðuna í morgun en þetta fyrirkomulag verður til reynslu fram að áramótum. Grindavík hefur verið án þjálfara í síðustu tveimur leikjum eftir að Bragi Magnússon hætti störfum eftir dapra byrjun liðsins. Óhætt er að segja að …

Drógust gegn liðum í neðri deildum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í hádeginu var dregið í 1. umferð í bikarkeppni KKÍ. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur fengu andstæðinga úr neðri deildunum. Kvennaliðið mætir Víkingi Ólafsvík á útivelli og karlaliðið mætir 2. deildarliði Leikni, einnig á útivelli.

Æfingatafla fótboltans veturinn 2012-2013

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Æfingar knattspyrnudeildar veturinn 2012-2013 eru komnar á fullt í fjölnota íþróttahúsinu Hópinu. Æfingatöfluna má sjá hér. Vel menntaðir þjálfarar stýra yngri flokkunum og fram undan eru mörg skemmtileg verkefni.

Alexander áfram hjá Grindavík þrátt fyrir áhuga úr efstu deild

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Alexander Magnússon mun að öllum líkindum leika áfram með Grindavík í fyrstu deildinni næsta sumar þrátt fyrir að félög í Pepsi-deildinni hafi sýnt honum áhuga. Alexander hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Keflavík en nú lítur út fyrir að hann verði áfram hjá Grindavík nema eitthvað félag geri tilboð í hann. Þetta kemur fram á fótbolti.net. ,,Það er einhver áhugi …

Grátlegt tap gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Haukar unnu eins stigs útisigur á Grindavík 79-78 í fyrsta leik sjöundu umferðar úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gær. Leikurinn var æsispennandi er augljóst batamerki eru á Grindavíkurliðinu og liðið á enn inni Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem er meidd. Crystal Smith skoraði 22 stig fyrir Grindavík og tók 7 fráköst og Petrúnella Skúladóttir var með 21 stig og 8 fráköst. …

Gísli Þráinn Íslandsmeistari í formi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í gær var haldið Íslandsmótið í formi í Laugardalnum en þetta er tegund af júdó. Grindvíkingar mættu þar með sterkt lið og sópuðu að sér verðlaunum. Gísli Þráinn Þorsteinsson sigraði í sínum flokki eftir jafna keppni. Björn Lúkas Haraldsson vann til silfurverðlauna og Ylfa Rán Erlendsdóttir til brosnverðlauna í sínum flokkum.  Gísli Þráinn og Björn Lúkas kepptu einnig í paraformi og …

Bragi hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bragi Hinrik Magnússon hefur sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkurstúlkna í körfuboltanum. Liðið hefur farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar við heimasíðu UMFG.  Grindavíkurstelpur eiga leik gegn Fjölni í Dalshúsum í kvöld en þar mun Ellert Magnússon stjórna liðinu.   Ekki hefur verið ráðinn nýr þjáfari að …

Grindavík lá fyrir Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Keflavík í sláturhúsinu í Reykjanesbæ með 8 stiga mun, 99 stigum gegn 91, í deildarbikarnum. Þar með eru bæði lið með 4 stig eftir þrjár umferðir í riðlinum. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en góður lokasprettur Grindvíkinga tryggði þeim 2ja stiga forystu, 48-46. Í seinni hálfleik tóku Keflvíkingar frumkvæðið, spiluðu góða vörn og á lokasprettinum var …

130 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur á Grindavíkurvegi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hann hefði betur ekið hægar ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Grindavíkurvegi nýverið. Greinir Lögreglan á Suðurnesjum segir frá því í dagbók sinni að hún hefði stöðvað nýverið ökumann á Grindavíkurvegi sem ók á 141 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 90 km. Hans bíður 130 þúsund króna fjársekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír …