Grindavík lá fyrir Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Keflavík í sláturhúsinu í Reykjanesbæ með 8 stiga mun, 99 stigum gegn 91, í deildarbikarnum. Þar með eru bæði lið með 4 stig eftir þrjár umferðir í riðlinum.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en góður lokasprettur Grindvíkinga tryggði þeim 2ja stiga forystu, 48-46.

Í seinni hálfleik tóku Keflvíkingar frumkvæðið, spiluðu góða vörn og á lokasprettinum var sigur heimamanna aldrei í hættu.

Stigahæstir hjá Grindavík: Sammy Zeglinski 20, Jóhann Ólafsson 17, Aaron Broussard 15, Þorleifur Ólafsson 15.