Gísli Þráinn Íslandsmeistari í formi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í gær var haldið Íslandsmótið í formi í Laugardalnum en þetta er tegund af júdó. Grindvíkingar mættu þar með sterkt lið og sópuðu að sér verðlaunum. Gísli Þráinn Þorsteinsson sigraði í sínum flokki eftir jafna keppni. Björn Lúkas Haraldsson vann til silfurverðlauna og Ylfa Rán Erlendsdóttir til brosnverðlauna í sínum flokkum. 

Gísli Þráinn og Björn Lúkas kepptu einnig í paraformi og unnu til bronsverðlauna. Öll þrjú kepptu þau síðan saman í hópaformi og unnu þar til silfur verðlauna. Glæsilegur árangur hjá Grindvíkingum sem lentu í þriðja sæti um félag mótsins.