130 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur á Grindavíkurvegi

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Hann hefði betur ekið hægar ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Grindavíkurvegi nýverið. Greinir Lögreglan á Suðurnesjum segir frá því í dagbók sinni að hún hefði stöðvað nýverið ökumann á Grindavíkurvegi sem ók á 141 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 90 km.

Hans bíður 130 þúsund króna fjársekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.