Bragi hættir sem þjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Bragi Hinrik Magnússon hefur sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkurstúlkna í körfuboltanum. Liðið hefur farið illa af stað í deildinni og tapað fyrstu fimm leikjum sínum. Bragi vildi ekki tjá sig um ástæðu uppsagnarinnar við heimasíðu UMFG. 

Grindavíkurstelpur eiga leik gegn Fjölni í Dalshúsum í kvöld en þar mun Ellert Magnússon stjórna liðinu.

 

Ekki hefur verið ráðinn nýr þjáfari að svo stöddu.