Grindavík úr leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Eftir að hafa leitt gegn Snæfelli lengst af glopraði Grindavík niður ágætu forskoti á lokasprettinum og tapaði að lokum með 9 stigum í undanúrslitum Lengjubikarsins. Grindavík er þar með úr leik. Snæfell missti tvo lykilmenn út af með 5 villur þegar 5 mínútur voru eftir en það virtist eingöngu efla heimamenn. Grindvíkingar skoruðu bara eitt stig á rúmlega þriggja mínútna …

Fjögur fræknu í beinni útsendingu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Undanúrslit Lengjubikarsins, Fjögur fræknu, verða í beinni útsendingu á Sport-TV í kvöld. Undanúrslitin fara fram í Stykkishólmi og mætast Snæfell og Grindavík kl. 20:30. Þjálfari Njarðvíkur spáir því að Grindavík tapi í kvöld. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur við Vísi. Einar Árni er þarna að …

Fjögur fræknu um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta sem nefnd eru „fjögur fræknu” verða í Stykkishólmi um helgina. Grindavík mætir heimamönnum í Snæfelli á morgun, föstudag, kl. 20:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sport-TV.   Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn kl. 18:00. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 16:00 og verður leikurinn einnig í beinni útsendingu á …

Jólin alls staðar í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tónleikaförin „Jólin alls staðar” er að leggja af stað í ferð um landið. Þetta eru einstaklega ljúfir og fallegir tónleikar þar sem mestmegnis eru flutt gömlu góðu jólalögin sem við ólumst öll upp við. Þetta er líklega ein viðamesta tónleikaferð ársins þar sem 19 kirkjur verða heimsóttar í öllum landshlutum. Þar verða Regína Ósk, Guðrún Árný, Guðrún Gunnars og Jógvan …

Sækja Íslandsmeistarana heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur sækja  Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur heim í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Hér er um mikilvægan leik að ræða í neðri hluta deildarinnar en Njarðvík hefur sex stig en Grindavík fjögur að loknum níu umferðum. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum.

Grindavík skellti Íslandsmeisturunum í framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á útivelli í framlengdum leik, 79-72. Crystal Smith fór mikinn í liði Grindavíkur og skoraði 37 stig auk þess að taka tólf fráköst. Lele Hardy skoraði 35 stig og tók 25 fráköst fyrir Njarðvík. Lokasekúndur venjulegs leiktíma voru skrautlegar. Crystal Smith skoraði úr þremur vítaskotum og jafnaði metin nokkrum sekúndum fyrir leiksok, 65-65. Grindavík …

Foreldrafundur fimleikadeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fimleikadeild UMFG minnir á foreldrafund vegna jólasýningarinnar í desember. Fundurinn er haldinn í kvöld, 20. nóvember, kl. 20:30 í aðstöðu UMFG (við Grunnskóla Grindavíkur). Hlökkum til að sjá ykkur! Stjórn og þjálfarar.

Þrjár í æfingahópi U17

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um næstu helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna í knattspyrnu. Þrjár stelpur úr Grindavík eru í hópnum hjá U17. Úlfar Hinriksson er landsliðsþjálfari U17 og hefur boðað 35 stelpur á æfinguna. Í þeim hópi eru Guðný Eva Birgisdóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir auk þess að Ingibjörg Sigurðardóttir sem nú spilar með Breiðablik hefur líka verið boðuð.  

Grindavík í undanúrslit deildabikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þriggja stiga skotsýning Grindvíkurliðsins gerði út um nágrannalið Keflavíkur þegar liðin mættust í lokaumferð riðlakeppni deildabikarsins. Grindavík vann með 116 stigum gegn 81 og er þar með komið í undanúrslit keppninnar. Staðan var jöfn eftir fyrsta leeikhluta en síðan tók Grindavík leikinn í sínar hendur. Staðan í hálfleik var 55-44, Grindavík í vil. Þriggja stiga skotnýting Grindavíkurliðsins var ansi mögnuð. …

Stórleikur nágrannaliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík og Keflavík mætast í lokaleik riðlakeppni deildarbikarsins í körfubolta kl. 19:15 í Röstinni. Mikið er í húfi því sigurliðið kemst í úrslitaleik keppninnar. Boðið verður upp á Mamma mía skot á milli leikhluta. Þeir sem hitta fá 18 tommu flatböku og gos frá Mamma mía. Grindvíkingar eru hvattir til þess að hvetja strákana til dáða í kvöld.