Grindavík í undanúrslit deildabikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þriggja stiga skotsýning Grindvíkurliðsins gerði út um nágrannalið Keflavíkur þegar liðin mættust í lokaumferð riðlakeppni deildabikarsins. Grindavík vann með 116 stigum gegn 81 og er þar með komið í undanúrslit keppninnar.

Staðan var jöfn eftir fyrsta leeikhluta en síðan tók Grindavík leikinn í sínar hendur. Staðan í hálfleik var 55-44, Grindavík í vil.

Þriggja stiga skotnýting Grindavíkurliðsins var ansi mögnuð. 19 af 29 þriggja stiga skotum fóru ofan í, þar af fóru 9 af 12 hjá Samuel Zeglinski sem var sjóðheitur og skoraði 33 stig. Aaaron Broussard setti niður 5 af 7 og skoraði 32 stig.

Með sigrinum er Grindavík komið í undanúrslit deildabikarsins þar sem liðið hefur titil að verja.

Grindavík: Samuel Zeglinski 33/5 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 32/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Jón Axel Guðmundsson 4, Ólafur Ólafsson 2, Hinrik Guðbjartsson 1.